Ég er í sambandi og ég elska kærestuna mína (þó ég hafi ekki sagt henni það enn). Þó er það sumt sem að angrar mig og mig langar að bera undir ykkur.

Ég hef einhverja fucked-up þörf fyrir að fá endurtekna staðfestingu á því að henni sé vel við mig.. Annars fynnst mér eins og ég sé að missa hana.. Ég veit að þetta hljómar fáranlega.

Ég passa mig rosalega vel á því að vera ekki “needy” kærasti sem getur ekki látið hana vera. Ég ætla ekki að vera þannig.

En mér finnst eins og ég sé að gera alla vinnuna í sambandinu. Það var ekki þannig. Þetta samband er það besta sem hefur komið fyrir mig og ég er til í að gera hvað sem er til að það gangi upp og endist leeengi. Bara whatever it takes.

En ég fæ það stundum á tilfinnguna að hún vilji ekki vera með mér, er bara með mér afþví að það virkar. Eins hún sé einvhað ða fela það að ég sé kærastinn hennar. Veit ekki hvernig ég á að lýsa því.. Æ, hún er bara ekkert að sýna það.

En þetta var kanski meira tjáning en einhvað annað. En ef einhver hefur eitthverjar hugmyndir eða eitthvað þá hlusta ég.