Sæl. Nú þarf ég góðra manna og kvenna ráð. Í sumar kynntist ég stelpu í vinnunni. Hún hefur allan pakkan, sæt, skemmtileg, tekur sig ekki of alvarlega og það sem undarlegra er, hún sýndi mér áhuga. Við spjölluðum stundum og ég gaf henni far heim og svona.

Núna er skólinn hinsvegar byrjaður og ég hef ekki séð hana í næstum 2 mánuði. Ég hef mikinn áhuga á að kynnast henni betur en ég veit ekki hvernig hægt er að nálgast hana. Ég asnaðist aldrei til að spyrja um símanúmerið hennar og held að það sé kannski svolítið creepy að fá númerið í gegnum 118 eða eitthvað og senda henni bara allt í einu sms. Ég er hræddur um að það myndi pottþétt rústa öllum séns í hana en á hinn bóginn sé ég hana kannski ekki aftur og fyrr en varir er hún kominn með kærasta eins og allar stelpur. Svo er hún töluvert yngri en ég sem bætir ofan á creepynessið, en hún er frekar þroskuð svo mér finnst ekki að aldur ætti að skipta svo miklu máli. Vá mikið skrifað, hvað finnst ykkur að ég ætti að gera, hvað mynduð þið gera?