Ég ætla að byrja á byrjuninni. Á þriðjudagskvöldið eftir vinnu þegar við erum upp í rúmi segir kærastinn minn við mig, ég er að fara til hólmavíkur um helgina, ég þarf að redda mér fríi í vinnunni. Og ég segi nú jæja ok. Hann ræddi þetta ekk einu sinni við mig.. Ekkert svona ég er að spá eða er þér sama eða neitt! Bara ég er farinn!

Ég verð pínu fúl, við tölum saman, gerum samning og hann er farinn! En núna er málið að ég er ekkert sátt við það að hann hafi farið í alvöru! Einmitt útaf þessu eftirfarandi:

1. Ég spurði hvort ég gæti komið með, ekki pláss
2. Hann er að fara með góðri vinkonu sinni (sem var einu sinni hrifin af honum) og mömmu hennar
3. Hann er að fara á tveggja daga fyllerí
4. Það var aldrei gert ráð fyrir því að ég kæmi með!!

Ég er svo ekki sátt:( En þori ekki að nefna það við hann, ég á örugglega eftir að missa mig. Við erum búin að vera saman í 1 og hálft ár..

Ég veit að hann yrði ekki hrifinn ef ég myndi ákveða það að fara norður með besta vini mínum og mömmu hans án þess að bjóða honum!:S

Mér væri alveg sama ef að þetta væri besti vinur hans og svona strákaferð! En með bestu vinkonu sinni og mömmu hennar! WHAT? Svo var aldrei gert ráð fyrir því að ég færi:(

Æi.. Einhver ráð? Plís.. bara eitthvað til þess að láta mér líða betur!