Kærastinn minn er með sambandsfælni..
Við erum búin að vera on/off í hálft ár og erum ný byrjuð saman núna aftur. Fyrsta skiptið sem við erum á föstu í 3 mánuði. Allt er búið að vera mega frábært þessa viku sem við erum búina ð vera saman og allt virðist ætla að ganga upp þar til að það kom smá í gær þar sem mér fannst við þurfa að tala saman.

Hann vildi bara flýja, hann viðurkendi það fyrir mér. “Um leið og það kemur eitthvað svona þá langar mig bara að hlaupa í burtu frá þessu öllu”.
Þetta var samt ekkert alvarlegt í gær sko sem við þurftum að tala um. Ég varð bara pínu pirruð því hann var að reyna að gera mig abbó í djóki. Hann bara meikar ekki að tala um hlutina. Þetta fer bara virkilega mikið í taugarnar á mér að geta ekki tjáð mig við hann án þess að eiga í hættu að hann vilji ekki vera með mér lengur.

Er ekki að biðja um svör á þessum korki. Bara smá að væla:)