Er það eðlilegt að þegar maður er með kærustunni sinni að þegar maður fari út að borða t.d. með henni að þá bara verður maður saddur bara af nánast engu. Fór á föstudagskvöldið með henni út að borða og venjulega getur maður nú allveg étið nánast eins og enginn sé morgundagurinn en bara eftir smá stund og ég var varla búinn að borða neitt var ég bara orðinn saddur af nánast engu. Gat bara ekki borðað meira. Og það sama gerðist núna laugardaginn sem var að klárast. Við ákváðum að fara dagsferð uppí sumarbústaðinn minn bara svona til þess að hafa það gaman og við keyptum á leðinni nesti og þetta og svo fórum við í sumarbústaðinn og vorum bara að tala saman og fá okkur nestið og ég bara varð saddur af ekki neinu og hafði allveg verið banhungraður áður en við fengum okkur að borða. Ég er viss um að ég er búinn að finna hina einu réttu. Getum talað um ALLT og hún er bara allveg æðislegasta stelpan sem ég hef nokkrusinni kynnst. Mér líður svo vel þegar við erum bara tvö einhvestaðar t.d. uppí sumarbústað að ég er bara allveg ástfanginn uppfyrir haus.

Ef að svona lagað getur komið til þess að maður borði bara miklu miklu minna og verði samt saddur þá á maður nú eftir að tálgast niður.

Allt er bara svo fullkomið þegar við erum saman og mér og henni líðum svo vel.

Er þetta ekki allveg eðlilegt að maður verði bara saddur mikið fyrr, ég veit að ég er ekkert að verða lasinn eða neitt. Þetta hefur verið svona allveg síðan ég kynntist henni og svo þegar ég er t.d. að vinna þá hefur maður bara miklu meiri matarlyst.
Cinemeccanica