Hver einasti dagur sem ég lifi, verður nýttur til hins ýtrasta, Ég lifi deginum eins og hann sé minn síðasti.

Hey, af hverju geri ég það?

Svarið er einfalt, ég hef brennt mig á svo miklu, ég hef sleppt því að gera svo mikið, svo er eftirsjáin allveg óbærileg. Þannig að ég ákvað bara um daginn, að ég skildi lifa einn dag í einu og gera það sem ég vil!

Mér leið hræðilega um daginn, fannst ég vera utanvelta í vinahópnum og langaði ef satt skal segja að hverfa, ég hafði sagt hluti sem ég hefði ekki átt að segja, en hvað átti ég að gera? Láta þetta fara framhjá mér, svona eins og alltaf? Segja bara, nei þetta er í lagi, það verður alltaf næst. Ég fékk mjög góða hjálp, ég fékk tilfinningu að einhverjum væri ekki sama um mig, og ég sættist við vinkonur mínar. Ég þakka þeim sem hjálpa mér á hverjum degi.

Þú ert alltaf góður við mig :)

Ég fékk lánaðar tvær bækur hjá honum :) Lífsgleði njóttu og vinsældir og áhrif eftir Dale Carnegie. Ég er að lesa lífsgleði njóttu og ef satt skal segja þá segir hún manni að gera allt sem þarf. Hætta að hafa áhyggjur af öllu, hætta að lifa marga daga í einu. Pælið í því, allt þetta ys og þys veldur engu nema stressi og áhyggjum.

Ég gerði svolítið í gær sem ég sé svo alls ekki eftir :) Og bara já, ég tjáði hug minn, ég sagði honum hvernig mér liði.. :P Já ok, þetta var öðruvísi, en, ég var samt að segja þetta, kom aðeins frá hjartanu.

Lifa lífinu í dag eins og dagurinn væri minn síðasti, gera það sem mig langar að gera. Segja það sem mér finnst, og segja frá því hvernig mér líður.

Eitt gott heilræði hér; Ef þú ert að leyna tilfinningum þínum gagnvart einhverjum, þá sérðu eftir því alla ævi, ef þú tjáir manneskjunni hug þinn, bara hvernig sem er. Þér líður mun betur eftir á :) Og ferð líklegast að spurja af hverju þú hafir ekki sagt þetta fyrr.


Og eitt enn, Elska þig <3