Ég ætla að koma mér beint að efninu.
Mér finnst alveg ótrúlega erfitt að byrja samtal við manneskju.
Ég veit alveg af hverju það er. Ég er feiminn en þó alls ekki jafn feiminn og ég var fyrir nokkrum vikum.
Þá var ég bara gaurinn út í horni. En ég komst að því að ég var að missa af miklu svo að ég reyndi að minnka þessa feimni og það tókst.
En það er ennþá eitthvað eftir af henni og þá sérstaklega það að ég hugsa ALLTOF mikið hvað ég á að segja og hvað manneskjunni muni finnast and so on.
Það er að hindra mig í að tala við aðila sem mig langar að tala við. Það er þó annað mál að þegar ég næ að byrja að tala finnst mér ekki svo erfitt að halda því áfram. Það er bara að byrja….
Ég komst að því t.d. í busaferð sem ég var í um helgina að ég nenni þessu ekki lengur.
Þessi ferð var sérstaklega til þess að kynnast fólki og jújú, ætli ég hafi ekki kynnst alveg einhverjum. En svo er það líka bara fólk sem ég þekki ágætlega. Mig langaði mjög mikið t.d. að tala við eina manneskju en það tókst svona misvel.
Allt út af því hvað ég hugsa alltof mikið um hvað fólki finnst um mig.

Þetta er orðið alltof langt hjá mér svo að ég ætlaði bara að spurja hvort þið hefðuð einhver ráð til þess að laga þetta.
Eða ef þið hafið lent í svipaðri reynslu hvernig þið höndluðuð málið.

Takk yfir ^^
You slime