Það vill svo til að ég dett inn í tímabil sem ég kýs að kalla „ástarsýkis-tímabil”. Þá hlusta ég ekki á neitt nema lög láta mig hugsa einum of mikið; ég skrifaði einmitt einn svoleiðis disk um daginn (t.d. Fix you – Coldplay; In my room – Incubus; Wild Horses – The Rolling Stones). Á meðan ég var inni í bílskúr að telja tómar bjórdósir; var ég með þennan disk á í botn. Fyrir utan það að líða í hausnum eins og að 100 tonna lest hafi strokið ljósan kollinn, þá virkaði ég eins og ég hefði verið á 2 vikna ralli og væri að jafna mig frá hræðilegri meðferð ástarinnar. Á þeirri stundu fór ég að hugsa um gömul skot og ég er sú týpa sem er þolir varla sambönd; er hrædd um að festast. Í rauninni; fæ innilokunarkennd.

Fyrsta skot;
Strákur sem ég var búin að vera hrifin af frekar lengi. Tímabilið þegar þessir barnalegu leikir eins og „SPK” voru heitasta heita. Þannig hófst það. My first boyfriend; I thought that would be great. En hey; enginn sagði mér frá því að þegar ég væri nýorðin 13 ára ætti ég að slumma, stunda kynlíf og allt þetta fjör með stráknum. Við vorum „saman” í nokkrar vikur en svo kom að því eitt kvöldið að hann sagði við mig á hinu yndislega MSN; „erm. Eigum við ekki bara að hætta þessu; við erum hvort eðer aldrei að hittast!” Ég hef aldrei á ævinni verið jafnkát og hoppaði og skoppaði um herbergið. Já, skrýtið hvernig fólk tekur mismunandi á „sambandsslitum”.

Annað skot;Þetta var nýtt skot; nýr skóli. Búin að tölvast frekar mikið en svo tókum við „the big step”. Anyways; ég var aðeins eldri og þroskaðari í þetta. Hélt ég væri kannski tilbúin í að þora útúr húsi með kærasta. HELL NO! Þegar hann sagði; ég elska þig! Vá, ég hef aldrei verið jafnfljót að koma mér í burtu. Þetta fór helvíti hratt niður og svo allt búið.

Þriðja skot;Úff, yndislegt. Það var fáránlega gaman en eitt vandamál. Ég þorði ekki að segja neinum þar sem þetta var kinda complicated. Ekki einu sinni besta vinkona mín; en hana grunaði þó eitthvað. Eftir maaargar spurningar gerði ég það sama og áður; hvarf.

Já; eins og þið sjáið þá er ég HÁLFVITI í „skotmálum” og ætti að halda mig frá öllum strákum. Ég fer illa með fólk og ætla að halda mig inni. Verst að ég er í skóla sem er trooðfullur af gullfallegum strákum. Fuck it!


Skemmtileg init?

AFSAKIÐ LENGDINA!


Bætt við 1. september 2006 - 23:03
Og þriðja skot!

Nú í dag erum við í sama skóla..
Sitjum á sama borði..
og vorum saman í hléi í dag..

ÉG HÉLT ÉG MYNDI DEYJA!