Smá upplýsingar: Ég er 17 ára stelpa og er í framhaldsskóla.

Ég var að horfa á hræðilega væmna mynd áðan, Notebook … Það fékk mig til að hugsa, mig langar svo að hafa einhvern sem þykir vænt um mig og getur kúrað með mér og þannig :/ Ég hef bara einu sinni verið í sambandi og það var í rétt rúmlega mánuð. Mér fannst mjög fínt að vera “frjáls” eftir það … Fannst ég hafa svo lítið frelsi í þessu sambandi. Hann þurfti alltaf að vera nálægt mér allan sólarhringinn og ég fékk lítinn tíma fyrir vini …

Svo núna er ég farin að sakna þess … Ég er einmana :/ Ég á alveg fullt af góðum vinum og svona, en það fyllir ekki upp þennan einmanaleika …

Einn galli er að ég einhvernveginn trúi því ekki að ég finni neinn. Mér finnst ég ekki falleg, finnst skrítið að einhverjum öðrum finnist það. Fegurðin kemur innan frá, en til þess að sjá það verður að þekkja mann. Ég er ekki mikið í að kynnast fólki, hef bara kynnst einum og einum gegnum áhugamál eða bara af tilviljun og kynnist flestum í gegnum aðra vini. Mér hefur líka verið sagt að ég sé ósýnileg, fólk tekur ekki eftir mér …

Ég hef alveg hitt fullt af strákum sem eru ágætir, verð oft hrifin, en bara svona eins og maður hrífst af vinum sínum. Flestir sem ég kynnist verða bara vinir mínir …

Varð bara að koma þessu útúr mér og vorkenna sjálfri mér aðeins.

Einhver í sömu sporum?