Málinn standa svona: Ég var búinn að vera með stelpu í eitt og hálft ár. Ég sá hana með öðrum gaur og ég gerði ekki neitt í því þá, en þegar ég sá hana eiga vingott(segir maður það ekki?) við þennan gaur varð ég bálreiður og sagði henni upp. “Tíkinn!” hugsaði ég “hvernig gat hún gert mér þetta”. Ég ákvað að hefna mín á henni og lét hana sjá mig með annari stelpu. Þá segir hún mér upp og þykist vera alsaklaus. Nú sakna ég hennar svo rosalega að ég vil helst bara labba uppað henni og kyssa hana. En ég sé samt ekki eftir að hafa látið sjá mig með hinni stelpuni, sem ég er með í dag. En ég er ekki það hrifinn af núverandi unnustuni, og ég veit ekki hvernig ég á að segja henni að ég sé en með þá fyrrverandi á heilanum.

Viljiði hjálpa mér að leysa úr þessu? það yrði mjög indælt