Jæja, þetta er kannski ekkert rosalega rómó neitt en ég var að spá, þar sem maður er að stjórna Opnum húsum hjá 5-7 bekk og svona, hvort einhver hérna er með góðar hugmyndir í leikinn sem kallast “kokkurinn”?

Þeir sem kannast ekki við hann er hann þannig að strákar og stelpur fara í hring, oftast strákar í innri hring, svo labba strákarnir öfuga leið í hringnum miðað við stelpurnar. Á meðan er spiluð tónlist og þegar hún stoppar á maður að snúa sér að þeim sem maður stendur á móti og taka í hendina á honum, og svo segir stjórnandinn einhverja skipun, t.d. strákurinn á að kyssa á handarbakið á stelpunum.

Semsagt, ég er eiginlega bara með þetta gamla og þreytta rugl og var að spá hvort fólk væri með eitthvað gott?
Og ekki eitthvað allt allt of gróft þar sem þetta er 5-7 bekkur en allt er þó tekið til greina, get alltaf strikað út :]