Hvað getur maður gert til að láta stráka treysta sér? Eða bara manneskjur yfir höfuð..

Kærastinn minn býr ekki í rvk heldur í svona 40.mín fjarðlægð og við getum þessvegna ekki hisst eins oft og við viljum, erum bæði í skóla og hann alltaf að vinna og svona. En hittumst alveg nokkrum sinnum í viku og það er alveg frábær ég elska þennan strák alveg bara meira en allt :D En málið er að hann er ekki alveg sáttur við að vita ekki alltaf alveg 100% hvað ég er að gera, hann þekkir ekki vini mína og finnst það óþægilegt og svona, sem ég skil svosem. Hinsvegar er þetta orðið pirrandi því hann fær stundum svona paranoiu köst bara og hringir á 5 mín fresti “hvað ertu að gera, með hverjum ertu…blabla” e-ð svona, svo má ég varla tala við aðra stráka þá verður hann fúll og hótar að berja þá og svoleiðis. Ekki þekki ég allar vinkonur hans og ég veit stundum ekkert hvað hann er að gera og finnst það óþægilegt. En ég treysti honum en hann greinilega ekki mér og já.. það er ekki gaman ! Fyrrv.kærastan hans fór illa með hann og þessvegna á hann erfitt með að treysta, en þetta er orðið virkilega pirrandi og ég veit ekki hvað ég á að gera til að hann geti treyst mér, þyrfti bara að vera með video cameru á mér 24/7 svo hann geti alltaf séð mig og séð að ég er ekki að gera neitt sem ég má ekki..

..Vesen ! :/