Ég og kærastinn minn höfum verið saman í tvö ár…erum bæði 18 ára. Ég hafði verið hrifin af honum í 4 ár áður en við byrjuðum saman og ég er það enn…
Við vorum búin að búa saman í eitt og hálft ár og núna er hann farinn… ég er ein heima og vinir mínir eru ekki hér til að styðja mig…
Þetta var búið að ganga brösulega um tíma en ég hélt alltaf í vonina… en um leið og eitthvað kom upp á endaði það með því að hann hringir í stjúppabba sinn og hann kemur að sækja hann… hann hafði ekki einu sinni fyrir því að reyna að laga það sem fór úrskeiðis… það er voðalega sárt… og oft fékk maður að heyra að það væri eitthvað að manni… og að maður ætti bara að þegja… ég er með tourette og því fylgir oft að maður sé frekar skapbráður… þannig er ég og ég get ekkert gert við því… það er bara eins og einhver taki yfir mér og ég bara tjúllast og get ekkert gert!
Hann á veika móður og ég sagði honum að hann þessar skapsveiflur mínar væru mín veikindi… sem þær eru… en hann virtist ekki getað litið á þetta sem veikindi heldur sem eitthvað annað…
Ég sakna hans mjög mikið og hef reynt að tala við hann í gegnum sms eitthvað aðeins en hann er alltaf svo upptekinn og hefur ekki tíma til að reyna að koma þessu öllu í lag… það er eins og honum sé bara slétt sama…
Ég tel að hann sé mín eina sanna ást… ég hefði viljað giftast honum og eignast börn seinna á ævinni… en ég býst við að hann sé ekki á sömu nótum og ég… greinilega ekki…
Hann segir að ég eigi að þegja, láta hann í friði og fara að lifa mínu fullkomna lífi í friði! Ég er ekki fullkominn, það er enginn.
Ég var búin að plana að fara til eyja um verslunarmannahelgina en ákvað að gera eitthvað sniðugt með honum í staðinn… hann vissi af því en hafði ekki fyrir því að athuga hvort hann væri að vinna… og viti menn… hann var að fara að vinna og ég sat ein heima að gera ekki neitt alla verslunarmannahelgina.
Það hefur komið fyrir oftar en einu sini að hann bara skilji mig eftir þannig að ég bíð einhversstaðar í langan tíma eftir honum og svo verður hann bara reiður ef ég er sár út í hann fyrir að láta mig ekki vita! Það er mjög sárt…
Ég hef heyrt frá fólki að ég eigi betra skilið en hann… en ég vil bara hann… ég held að við getum breyst í sameiningu til að láta þetta allt ganga upp hjá okkur… það er það sem ég vil.
Ég hef grátið mikið undanfarið út af þessu veseni hjá okkur… en samt er mikill léttir að hann sé farinn… hann gat ekki sagt mér tilfinningar sínar en í gær sagði hann mér að hann hefði verið orðinn leiður á þessu hjá okkur vegna þess að ég hefði alltaf verið að pirra mig… að þetta væri allt mér að kenna og að ég hefði verið að pirra mig út af engu… það sem hann kallar ekkert er t.d. það að hann bjó hjá mér og mömmu í ár án þess að borga neitt… frítt uppihald og húsnæði ásamt internettenginu og hann bara var í tölvunni og gerði lítið sem ekkert… þreif ekkert nema hann hafi verið beðinn sértstaklega um það… meira að segja herbergið okkar… það endaði yfirleitt á mér að þrífa það! Svo var hann frekar mikið tortrygginn og stundum mætti halda að hann væri abbó og hræddur um að ég myndi gera eitthvað með öðrum strákum og að ég lygi að honum… það gerði ég ekki og aðrir strákar voru ekki til í lífi mínu… ég reyndi eins og ég gat en ekkert gekk!

Núna sit ég hérna og líður mjög illa… efast um að ég meiki að fara í skólann út af þessu öllu… væri bara til í að hverfa og koma ekki aftur.
Helsta huggun mín er sú að kisan mín stendur með mér og vonandi er hún ekki að fara neitt…
Hjarta mitt er í þúsund molum því ég elskaði hann svo heitt… ég stórefa að ég geti verið vinur hans eftir þetta allt… og það sem hann sagði við mig! En vonandi reddast þetta allt… ég held ég vonina.

En svo á hann afmæli á fimmtudaginn næsta… mig langar svo að gefa honum gjöf en hann vill að ég láti hann bara algjörlega í friði… Ég var búin að plana að gefa honum hring þegar við vorum saman og mig langar ennþá að gefa honum hring… einhvern flottan… svo á hann dót hjá mér sem væri gott að losna við en ég efast um að ég geti farið með það til hans, að þurfa að horfast í augu við hann er eitthvað sem ég efast um að ég geti á þessu augnabliki.

Afsakið alla þessa þvælu hjá mér … varð að koma henni frá mér áður en ég geng af göflunum…