okay….ég veit fullvel að þetta tengist rómantík ekki á neinn hátt en ég veit ekki hvar annarsstaðar ég get sett þetta =/

Okay, eins og margir vita að þá lést minn fyrrverandi fyrir um það bil ári.
Á þessum tíma bjó ég í reykjavík og átti mína vini þar, meðal annars einn sem mér þótti og þykir ótrúlega vænt um.
Hann var samt hrifinn af mér, og var auðvitað ekkert að fela það og ég var rosalega stolt af því að hann skuli ekki vera þannig maður, og hann var ekkert að reyna við mig á meðan ég var með mínum manni :)
En hann fór að vera ákafur þegar minn maður var látinn (ekki misskilja það þegar ég segi manninn minn, segi þetta bara, vorum ekki gift né neitt)
og ég reiddist svolítið….svo flutti ég útá land og við misstum allt samband.
Ég hringdi reyndar í hann á áramótunum (drukkin) og man ekkert eftir því eiginlega.

Allaveganna, núna í morgun var ég að senda sms og sendi það óvart til hans….nafnið við hliðina á.
Ég sendi seinna sms til að biðjast afsökunar á sms-inu sem kom svona snemma….en eftir að ég sendi seinna sms-ið hef ég ekki hætt að hugsa um hann og hvað við vorum góðir vinir.
(ekki misskilja þetta heldur, ég á kærasta og alles)

Ég sendi honum annað sms og sagði honum að ég saknaði þess að vera svona vinir einso g við vorum….fékk ekkert svar.
Svo sendi ég annað og spurði hvort hann hataði mig eða eitthvað í þá áttina og fæ ekkert svar.
Ég get ekki hringt í hann, minnir að hann hafi ekki tekið áramótasímtalinu mjög vel ='(

Ohh…lífið er leiðinlegt!
kannski skipti hann um símanúmer…hver veit?!?
Kannast einhver við þetta, að missa samband við góða vini sína…?
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"