Jæja, ég hef ákveðið að koma bara hérna.

Þetta hljómar soldið desperate (og er það soldið reyndar) en ég bara verð að koma með þetta.

Ok, þetta byrjaði allt 1 Júní, þegar ég var að fara til spánar. Þegar ég var í röðinni til að fá flugmiðann min þá sá ég þessa gullfallegu stelpu sem var í sömu röð og ég, semsagt að fara í sömu vél og ég.

Við horfðumst soldið mikið í augu, soldið mjög mikið. En þarsem ég var á föstu á þeim tíma þá var ég ekkert að fara að gera neitt.

Hún fór semsagt í sömu vél og ég út, á sama stað á spáni, en ég sá hana samt ekkert þar í þessar 2 vikur sem´eg var þar.

Í bakalaiðinni þá sa´ég hana aftur í röðinni. Þetta var 15 Júní. Vá hvað ég horfði mikið á hana, og hún horfði alltaf á mig líka. Mig langaði svo að tala við hana, en ég var á föstu..og var þar að leiðandi ekkert að fara að gera það.

Síðan leið smá tími, og ég var svona næstum búinn að gleyma henni, en síðan gerðist það í gær, að ég sá hana niðrí bæ. Núna er ég á lausu, og langar ekkert smá að tala við þessa stelpu..en vandinn er sá að þegar ég ætlaði loks að fara að tala við hana í gær þá var hún farin!

Þannig að ég er að vonast að ÞIÐ getið hjálpað mér ;)

Lágvaxin dökkhærð stelpa, með axlasítt hár, fór til Alicante á spáni 1 Júní og kom til baka 15 Júní. Var niðrí bæ í gærdag.

Soldið desperate, en ég bara verð að gera þetta..

Ef þið kannist við þessa lýsingu, sendið mér hugaskilaboð :Þ