Hvernig væri til tilbreytingar að benda fólki á kosti þeirra í staðinn fyrir gallana?

Ég veit það vel að fólk sökkvir sér einum of mikið í gallana sína af því að fólk er að benda þeim á það, hvernig væri það að gleyma göllunum og rækta sjálfið og þar með glóa í kringum aðra, vera fallegri en nokkrusinni fyrr.

Færð þú oft að heyra; “Rosalega ertu með falleg augu” eða “varstu í klippingu,hún fer þér afskaplega vel.”

fólk er orðið of feimið, það þorir ekki annað en að vera illt við annað fólk.

Maður uppsker því sem maður sáir, Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrirkomi fram við þig.

Fólk er líka orðið of hrætt við að fá svona álit, er kannski orðið of vant því að fá að vita hverjir gallar þeirra eru.

ég er kannski ekki allveg að tala um eitthvað tengt rómantík, en ég veit að svona athugasemdir kannski 3 á viku, við einhverja/einhvern sem ykkur líst vel á gæti kveikt einhvern eld.

Það er ekkert skemmtilegra en tvær geislandi fallegar manneskjur að verða ástfangnar.


En jæja, vonandi kom þetta heilræði sér vel :D

og mundu að þú uppskerð það sem þú sáir.

;)

-krizza