Jæja, ég á það til að pæla og ég ætla að láta eina pælingu flakka.

Það er þannig hjá held ég mjög mörgum stelpum að þær hugsa mikið um útlitið. Alltaf óánægðar með sig, sjá ímynduð og stundum ekki ímynduð aukakíló, appelsínuhúð, ör og alltaf etthvað í þessum dúr.

Pælingin mín er hvort að strákar hugsi svona mikið um þetta þegar þeir sjá stelpur. T.d. þegar þið eruð í sundi og sjáið stelpu. Hugsiði; Omg hvað þessi mætti losna við nokkur kíló af rassinum á sér, eða djö þessi mætti fara í brjóstastækkun! Eða Oooojj, ætlar hún að hafa þessa bólu þarna lengi eða?

Ég ætla bara að fara að sofa:/ en endilega svarið ef þið fattið hvað ég meina=)