Þetta passar líklega ekki beint inná þetta áhugamál þarsem ég er eiginlega ekkert að fjalla um rómantík… En ég bara treysti því best að fá sem fæst ógáfuleg svör á þessu áhugamáli, og meira af gáfulegum.

Sko, málið er að ég er voðavoðavoðaruglaður í augnablikinu. Ég er að drepast úr söknuði, og það asnalega við það….er að ég skil ekkert afhverju. Ég er ekkert að sakna einhvers eins vinar, eða einnar vinkonu, eða stelpu sem ég er hrifinn af… ég er að sakna þriggja vinkvenna minna sem hafa einhvernveginn alltaf getað komið mér í gott skap bara með spjalli um allt og ekkert.

Ein stelpan er mín fyrrverandi kærasta, sambandið er alveg búið og allt þannig, þetta er ekkert útaf rómantík né neitt þannig. En við erum hinsvegar frekar góðir vinir, tel ég allavega, þó að sambandið sé búið, og mig bara einfaldlega langar að tala við hana, hún hefur alltaf (tjah.. allavega alltaf þegar við erum ekki óvinir) náð að cheer-a mig eitthvað upp þegar mér líður af óútskiljanlegum ástæðum eitthvað down.

Ein er bara vinkona mín, sem ég tala mikið við á MSN, meira þannig en aðra samskiptamáta, en hún er núna úti í útlöndum og hefur verið frekar lengi og seinustu sirka þrjár vikurnar hef ég getað talað minna við hana, oft stóðu MSNsamtölin non-stop fram á nótt til 3, 4 eða 5, um allt og ekkert, og ef mér leið eitthvað down var hún alltaf tilbúin að hlusta, og ég hef örugglega ofnýtt mér það. Núna þegar við tölum minna saman, útaf þessum útlöndum, fatta ég hvað það var gott að geta nánast reitt sig á að geta talað við hana á MSN seint á kvöldin.

Svo er enn ein vinkona mín, sem ég talaði frekar mikið við bara… mest í október og nóvember á seinasta ári. Eftir það minnkaði það því miður frekar mikið, og ég heyri ekki oft í henni, en þetta er ein mest crazy stelpa sem ég hef nokkurntímann kynnst (það meint á mjög góðan hátt of course), og það gat alltaf glatt mann að rugla aðeins í henni, og ef eitthvað kom uppá gat hún nánast bitchslappað mann til að sjá veruleikann og hætta öllu vælubulli. Yndislegt að hafa þannig vin/vinkonu, en einsog með hinar stelpurnar, hafa samskiptin við hana minnkað undanfarið.

Og… þetta kemur rómantík örugglega ekkert við, þetta eru bara vinkonur mínar, en það er bara hálfsárt þegar smám saman (þetta hefur verið að gerast í alveg einhvern tíma) missir maður bara það sem allra helst gat látið manni líða betur þegar maður var eitthvað down og álíka. Ég á alveg aðra vini til að tala við, en undanfarið hefur mér bara fundist vera að grafa undan því að þeir vilji hlusta á mig… og það er samt örugglega bara kjánahugsun, en hugsun er þetta engu að síður. Sem ég næ ekki að losna við. Það er pirrandi…

Núna, þegar mér líður betur (yfirhöfuð) en mér hefur liðið lengi, verð ég samt stundum svo… alone eitthvað. Svo óeðlilega pirrandi að ná ekki að losna við það.

Annars, þessi þráður á örugglega ekkert heima hér og kæmi mér svosum ekkert á óvart þó honum yrði eytt (sem ég bið samt stjórnendur um að gera ekki) og hann meikar örugglega mjög lítið sens… hoppað úr einu í annað og álíka. Ég er ekki einu sinni með vandamál, það er eitthvað…ég bara veit ekki hvað það er.