hæ hæ..

skooo… ég er búin að vera með kærastanum mínum í meira en ár og allt er búið að ganga bara mjög vel. En fyrir svona mánuði síðan byrjaði hann að haga sér alveg rosalega furðulega!.

ok.. við héldum svona chill party heima og vorum bara með okkar nánustu að spjalla sama og svona.
vinkona mín/okkar kemur með vinkonu sína.. sem jú jú sæt stelpa og allt það, rosa feimin reyndar í byrjun. en svo byrjaði að líða á kvöldið og við vorum öll orðin alveg vel í því þar á meðal kærastinn minn og vinkonan þarna!

já já ok, svo byrjar vinkonan alltaf að kalla minn mann: sæti, fallegastur, foli og einhverjum svona nöfnum og ég svona var ekkert að kippa mér upp við það þar sem ég er mjög ánægð með minn mann ;) mjög flottur strákur. en svo var hún alltaf að draga hann úta svalir með sér, og var ekkert að byðja okkur hin um að koma líka útað reykja… þannig að þau voru bara blaðrandi og blaðrandi allt kvöldið saman ein

svo voru allir að fara heim og þá labbaði vinkonan upp að mínum sem hélt utan um mig, dró hann að sér og kyssti hann á kinnina og sagði: hringdu í mig :O:O hvað er málið með það?

og svo kemur þetta skritna, oftast þegar síminn hann hringir þá fer hann eitthver afsíðis til að tala í hann og ef ég kem nálægt símanum hanns þá bregst hann geðveikt skringilega við og rífur hann í burtu og svo ef hann fær sms þa passar hann sig rosalega á því að ég s+e ekki smsið.. svo segist hann alltaf vera eikkað aðeins að skreppa segist vera kannski 1 klukkutíma í burtu og ef hann er eikkað lengur þá hringi ég í hann en hann svarar mér ekki, talar svo bara við mig þegar hann kemur heim

ég veit ekkert hvað er í gangi og er orðin frekar smeik við þetta allt saman því ég hef þetta rosalega á tilfinninguni að hann sé að halda framhja

kv.
ein í feitasta panik