Hæ hæ

Ég á við risastórt vandamál að stríða, og ég veit bara ekkert hvað ég á að gera : S Er bara allgjörlega í vandræðum. Þið sem eruð byrjuð að lesa þetta, getið þið plís lesið þetta allt og reynt að hjálpa mér? Ég veit þetta er mjög langt og flókið en ég þarf bara virkilega á hjálp að halda…

..svo gerið það..viljið þið lesa þetta…því ég veit ekkert hvað ég á að gera…


Fyrir 8 mánuðum fór ég að tala við strák á netinu, ætlaði ekkert að gera það, ég er frekar svona varkár persónuleiki og ætlaði aldrei að tala við neinn á netinu, því manneskjan getur verið að ljúga svo miklu að manni og þetta getur beinlínist verið hættulegt.

En allavegana, þá byrjuðum við að tala saman og hann var geðveikt skemmtilegur. En hann sagðist vera 13 ára, og ég er 16..en mér fanst þetta allt í lagi því vorum bara vinir, og auðvitað ekkert á milli okkar, bara að spjalla og svona og ekkert meira. Þegar við vorum búin að tala saman í svona 4 daga, þá sagði ég við hann að hann hljómaði miklu eldri heldur enn hann er, og þá viðurkenndi hann að hann hafi logið að mér, hann sé 18…Ég varð nátturlega rosalega reið að hann hafi logið að mér, en samt um leið soldið glöð því ég var farin að bera smá tilfinningar til hans (mjög skrítið ég veit) ég hélt aldrei að þetta gæti gerst…Hann lofaði líka að ljúga aldrei að mér aftur…

Allavegana töluðum við mjög mikið saman, og ég get ekki útskýrt allt því þá mundi þetta verða 10 blaðsíðna ritgerð, en allavegana varð það þannig að eftir nokkra mánuði varð ég orðin mjög hrifin af honum..og hann af mér…Við segjum hvort öðru allt, vandamálum og þegar við erum rosalega glöð, og svo sögðum við hvort öðru hvaða tilfinningar við bærum til hvort annars, ég var svo hamingjusöm, svo ástfangin af honum…þótt ég sé aðeins 16 ára þá finn ég að ég vil bara hann, get ekki hugsað mér neina aðra stráka, jafnvel þótt þeir séu sætari en allt…ég vil bara hann..

..en svo kemur hluti af vandamálinu, alltaf ef ég fór eitthvað eftir skóla, annað en í tölvuna varð hann altaf rosalega reiður, að hann sagðist sakna mín og þurfa á mér að halda…
Ég meina, ég elska hann og vil eyða tíma með honum, en stundum vildi ég nátturlega vera með vinkonum mínum líka…

..á tímabili var ég of mikið með honum, og stelpurnar sögðu mér að ég væri meira með honum heldur en með þeim..ég reyndi að vera smá með honum og smá með vinkonum mínum en það var erfitt..

..ég hef rosalega mikin áhuga á leiklist, og ég tók þátt í leikriti, sem tók rosalega mikinn tíma, svo þurfti ég nátturlega að læra líka, svo ég hafði ekki mjög mikin tíma til þess að vera með honum..það var rosalega erfiður tími. Hann sagðist vera í Metropolitian Police (lögguni). Daginn sem ég átti að fara á enn eina leiklsitar æfinguna reifst ég rosalega við hann, því ég þurfti að fara á leiklistaræfingu, og gat því ekki eytt meiri tíma með honum. Þegar ég kom heim og talaði við hann varð ég fyrir sjokki, hann sagðist hafa verið fyrir skoti. Mér fanst það vera allt mér að kenna því hann hafi verið reiður við mig og ekki vandað sig nógu mikið.

Einhvernveginn gekk þessi tími yfir, og ég elskaði hann alltaf jafn mikið og þótt við ættum mjög erfiða tíma áttum við líka góða tíma og hann sagðist líka elska mig.

Ég fékk símanúmerið hjá honum og hef talað við hann í síma..þá fékk ég (eins og áður) fiðrildi í magan..svona tilfinningu um mig alla…og ég fann bara hversu mikið ég elskaði hann.

En svo fór þetta að gerast aftur, svo fór ég í ferðaleg með kórnum mínum, hann sagðist að hann mundi örugglega ekki elska mig eftir þetta, ég var rosalega hrædd um að missa hann því ég elska hann svo mikið en ég fór samt því mig langaði til þess að fara, og langaði heldur ekki að hann væri að stjórna svona mikið yfir mér. Svo gerðist það versta, ég hringdi í hann á hverju kvöldi og eitt kvöldið, sagðist hann ætlaði að fremja sjálfsvíg. Ég var rosalega hrædd og andartak hélt ég að hann væri að því, um leið og hann talaði við mig! En svo grét hann og hætti við..ég grét líka…og þetta lagaðist smám saman..þegar styttist í dagana að ég kæmi heim…

Hann hefur gert þetta nokkrum sinnum núna, sagst ætla að fremja sjálfsmorð, langaði að deyja og svo framvegis. En held hann sé hættur núna því ég náði að láta hann skilja hvað þetta væri erfitt fyrir mig. Ég er samt alltaf hrædd um að það gerist..

Ég veit ég er búin að skrifa allveg rosalega mikið og allveg nóg, en þetta er ekki bara vandamálið..það er annað..

Þetta með að hann væri í lögguni var alltaf frekar ólíklegt, en þar sem ég elskaði hann svo mikið treysti ég honum, og gerði ráð fyrir því að þetta væri satt..en svo sagði hann alltaf meira og meira, og einu sinni þegar ég reifst mjög harkalega við hann sagðist hann hafa orðið fyrir skoti og væri í lífshættu. Ég spurði hann mikið út í þetta og svo fann ég út að þetta gat ekki staðist, hann væri að ljúga….

…Ég fékk eðlilega mikið sjokk þar sem hann var búin að ljúga svona miklu að mér en vissi að hann mundi aldrei viðurkenna það…

..en ég fékk hann til þess, þegar hann sá að ég var búin að fatta þetta…en vildi samt ekki segja mér hvað..sagði að hann skammaðist sín svo, og ég mundi örugglega hafa ógeð á honum…þá sagði ég honum allavegana að segja mér hvað væri satt..og hann sagði..

“..My name….”
“..and I love you..”

..og þá sagði hann að hann hafi bara logið svo miklu….og hann sagði að honum þætti það mjög leitt..

..ég spurði hann hvað han væri gamall…hann vildi alls ekki segja mér það..en að lokum fékk ég að vita að hann væri 12 ára…12 ára….en hann sagði að þetta með sjálfsmorðin væri satt..

..Ég var nátturlega mjög sár og í sjokki, en svo lagaðist þetta smátt og smátt…

En ég treysti honum samt ekki lengur, og ég held að það sé útilokað að hann sé 12 ára, það getur ekki verið, hann er svo þroskaður og veit svo margt..er hann að segja þetta svo ég vorkenni honum og verði ekki eins reið við hann að hafa logið? Ég elska hann svo mikið, en samt held ég að hann sé að ljúga að mér..ég vil ekki missa hann, ég segji honum allt, og þrátt fyrir allt þetta höfum við átt mjög góða tíma saman…

..ég get ekki ímyndað mér að elska neinn annan en hann..

En ég veit ekki einusinni hvernig hann lítur út…

Þetta gengur heldur ekki að ég sé svona bundin honum, ég er að vinna núna 8 tíma á dag, og það er rosalega erfitt því þá get ég ekki verið eins mikið með honum, ég verð líka að eyða tíma með vinum og fjölskyldu…

..þetta er rosalega flókið, og ég er búin að skrifa rosalega mikið, en ef einhver nennir að lesa þetta allt, getið þið reynt að hjálpa mér? Allavegana segja ykkar skoðun á þessu..
An eye for an eye makes the whole world blind