jæjja ég ætla að reyna að skrifa um flækjuna sem ég er í. Það er kærastan mín. Sambandið hefur verið núna í 4ár, gott og slæmt eins og gengur og gerist. Málið er að í gegnum tíðinna höfum við næstum því hætt saman nokkrum sinnum, en við elskum jú hvort annað það mikið að við höfum alltaf komið okkur saman daginn eftir.

Í gær rifumst við aftur. En nú hugsar maður sig um hvort það sé sniðugt að halda áfram. Ég er ótrúlega hræddur við sambandslit og allt sem því fylgir. Ég elska hana og allt sem við erum búin að gera í gegnum tíðinna en svo heldur þetta áfram og hún fer oft í taugarnar á mér og við rífumst en svo þykir mér svo gaman þegar allt er gott.

Nákvæmlega núna get ég í raun ráðið hvort ég held áfram eða ekki, málið er að ég get ekki ákveðið mig!! ég er nákvæmlega 50% á móti 50% að hætta eða halda áfram. Hvað á maður að skoða til að sjá að samband gangi það sem eftir er????