Ég er að deyja ég er svo pirruð á sjálfri mér, ég leyfi fyrrverandi kærasta mínum að vaða svo yfir mig! Hann hætt með mér, daginn eftir hætti hann við, hann hætti með mér tveimur dögum eftir það.. viku eða eitthvað eftir það hittumst við og kysstumst og allt varð eins og við værum saman en hann vildi bara bíða og sjá hvort við myndum vera aftur saman. Núna líður mér ógeðslega illa, því hann hringir aldrei í mig, svarar mér mjög sjaldan, svarar aldrei sms-unum mínum og beilar á mér eins og ég veit ekki hvað. Þegar við hottumst lætur hann samt eins og við séum saman og vill endilega fara í sturtu saman eða ríða mér…


Okey þetta er ruglingslegt.. Málið er bara að ég er orðin svo þreytt, svo óigeðslega þreytt á því að ganga á eftir honum. Ég veit að ég á bara að sleppa því, margir hafa sagt mér að hætta bara að hugsa um hann en það er bara erfitt, ég hef oft ákveðið að fara að hitta hann og koma málinu bara á hreint, en þegar við hittumst þá er hann bara svo yndislegur að ég bara blekkist við það..

Ég er að far út til útlanda núna bráðum í svoldin tíma, og mig langar bara svo ógeðlslega mikið að bara klára þetta mál. Annaðhvort bara tala við hann fyrir fullt og allt eða að við ákveðum að vera saman og hann bæti sig.

..útrás já..