Þetta eru bara mínar egin vangaveltur.

Afhcvjeru á þetta að vera svona erfitt? Afhvjeru getur maður ekki bara hitt einhverja (eða einvhern ef það er málið) og svo bara virkar það og endist allveg þangaðtil maður drepst?

Ég meina, það eru ansi lítlar líkur á að maður finni “the one”, svona skv líkindafræði. Bara á íslandi eru um 300 þúsind manns. Segjum að helingur (150þús) séu konur. Af því er kanski svona einn tíundi á svipuðum aldri og þú, á þeim aldri sem þú getur hugsað þér að “deita”. Það gerir 15 þús manneskjur. 1:15 000 að þú finnir the one. Og af þessum 15 þús eru það bara örfár manneskjur sem að þú getur yfirleitt hugsað þér að vera með.

Lát os ekki gleyma okkur í stærðfræði. Hún er svo leiðinleg. Þrátt fyrir þessar litlu líkur tekst langflestum samt að finna “the one”, eða svona nokkurnvegin. Nema biturt fólk sem hefur ákveðið að það gengur ekkert, þá endar það gamalt, ílla liktandi með tuttogu og ellefu ketti.

Ég held nefninlega ekki að þetta sé svona erfitt í rauninu, ég held bara að við gerum þetta óþarflega erfitt fyrir okkur. Táningsstelpur virðast lifa og nærast á drama. Ég kenni stöð tvö um.

Og þó að maður finni einvhejra sem manni líkar verulega vel við, þá þaf henni að líka vel við þig líka til að einvhað geti gerst. Og til að þetta geti enst, þurfið þið að vilja sömu hlutina, eða þá vera til í að fórna því og gera það sem hann/hún vill.

Það eru til svo mikið af flækjum og krókum að skv allri skynsemi er allt svona dæmt til að misheppnast. En samt gerir það það einhvenrtíman ekki.

Málið er einfaldlega bara að ástin fylgir engum líkindarlögmálum eða þannig þvættingi. Sumt bara gerist. Alltéinu kjaftaru kanski 4 tíma í síman, og svo þegar þú leggur á þá fattaru “vá…. fjórir tímar”, en samt fannst þér það vera í mesta lagi 10 mínútur.

My point is, hlutinrir bara gerast einvherntíman. Áðuren þú fattar hvað hefur gerst.