Ég er núna búinn að vera hrifinn af henni í 1 og hálf ár. Hún er yndisleg, falleg, skemmtileg, góð, fyndinn og glaðeg. Ég elska allt við þessa manneskju. Ég ætla ekki að segja nein nöfn svo einginn fatti hver það er. Ég er í skóla með henni og hef aldrei tekið eftir henni fyrr en við urðum vinir.

Fyrir 2 árum byrjuðum við að tala saman(sem vinir). Ég hafði aldrei haft neinn áhuga á henni þannig séð en már fannst hún skemmtileg.

Við urðum aldrei neitt súper vinir en við töluðum ákætlega mikið saman og hlóum af hvor öðru. Eftir hálft ár sá ég að ég var að fá tilfinningar til hennar sem ég gat ekki látið hverfa. Ég reyndi að forðast hana svo við værum ekki eins mikið saman því mér leið ílla af því við vorum ekki saman.

Svona var þetta í hálf annað ár og ekkert hafði gerst á milli okkar(sem er nú ekkert skrítið). Svo heyrði hún frá vini mínum(veit ekki hver) að ég væri hrfinn af sér og hún hefur samt ekkert haft á móti mér eða neitt og talar við mig en svo gerðist það vonda

Hálft annað ár leið og ég var orðinn ástfanginn af henni. Ég gat ekki hætt að hugsa um hana og hvernig hún væri og allt það.
Svo byrtist strákurinn. Hún byrjar með strák úr skólanum mínum. Mér finnst hún eiga betur skilið og það er ekki bara útaf því að ég elska hana.

Þessi kærasti hennar er ágætur vinur minn en mér finnst hann samt ekkert skemmtilegur(það finnst flest öllum öðrum líka). Ég veit ekki hvort ég eigi að segja henni hvað mér finst eða bara að bíða þar til þessar tilfinningar hverfa. Hvað finnst þér?

Ef eitthver hefur lent í svipuðu segðu mér hvað þú gerðir til að losna við þessar stöðugu hugsanir um hana. Takk(ef þér tókst það)