ég er ekki reynslumikil manneskja þegar kemur að samböndum. hef reynt mikið, og oft verið særð og var eigilega komin með brynju í kringum mig sem gerði mig bitra og uppstökka. ég vildi líta hornaugum á karlmenn, því þeir voru vísir til að særa mig.

en svo kynntist ég honum. við hittumst á kaffihúsi og mér leið strax vel með honum. við töluðum og töluðum, og ég brosti alla strætóferðina heim.

svo kom það rómantískasta sem hefur hent mig. við hittumst á sunnudagsmorgni og fórum í kolaportið og á kaffihús. það var rigning en við löbbuðum samt um allan bæinn. við fórum inní alþingisgarðinn og kysstumst lengi. svo leiddumst við og löbbuðum meira. svo sat hann hjá mér og við töluðum og kysstumst til skiptis.

þetta var án efa rómantískasti dagur lífs míns.

þetta er gullkornið mitt. því að núna er lífið gott.