Okay… hafiði lent í því að vera orðin algerlega ein, sambandið örugglega búið og svona… búin að sætta ykkur við það… en svo hugsiði samt alltaf um fyrrverandi af og til, pælið hvað hann/hún er að gera og langar að tala við hann/hana?

stundum þegar ég fer að sofa faðma ég bara koddann og vona að hann breytist í fyrrverandi… og að þá geti ég bara kúrað með fyrrverandi, faðmandi og bara sofnað og allt gott….

Ég sakna fyrrverandi mjög mikið, vildi bara getað talað við fyrrverandi þó ekki væri meira en það, bara vinir… en… við höfum misst allt samband…

ekki að ég hafi ekki átt skilið að sambandið endaði, ég var og er fífl ;) ég veit það…

Bara, lendi oft í því að hugsa “hvað ef allt væri í góðu enn…”

reyni samt að lifa lífinu, ekki láta bera á neinu… en… alltaf þegar ég fer að hugsa eitthvað leiða hugsanirnar til fyrrverandi og hvað hefði gerst hefði ég ekki verið fífl…

en það er líklega of seint að pæla í því… sem er pínusárt… en jæja…

hef farið í algera sjálfsskoðun í dag og í gær og hef einsett mér að verða betri manneskja, tekið fyrir það sem ég veit að ég hef gert vitlaust og einsett mér að gera ekki sömu mistök aftur…

málið er að ég veit að ég bara er alltof seint að gera þetta! ég hef misst fyrrverandi… og… ég get bara vonast til að verða manneskja sem fyrrverandi gæti mögulega fengið áhuga fyrir, ef við þekktumst ekki neitt og þannig… ef þið fattið hvað ég meina…

Annars… þeta er hálfgerð játning og hálfgerð útrás bara… býst fastlega við því að enginn sem ég þekki lesi þetta en það er bara fínt, þurfti að létta af mér bara or som ;)