Kvöldið.. Á í oggulitlu vandamáli sem ég get ekki leyst sjálf, og get varla talað um það við vini mína þar sem bæði besti vinur minn og besta vinkona mín tengjast þessu. Þannig að.. here goes.

Besta vinkona mín byrjaði semsagt með strák fyrir u.þ.b hálfu ári og á síðan þá hefur hann orðið að besta vini mínum. Við erum eiginlega alltaf saman, við þrjú, eða vorum það allavegana. Núna upp á síðkastið finnst mér eins og það séum annaðhvort bara ég og hann eða hann og hún. Og miklu oftar erum það ég og hann.

Samband þeirra er måske ekki það besta í heimi. Hún hefur haldið framhjá honum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, en hann veit bara af 2 skiptum. Hvað er hann að gera ennþá með henni? Tjah það er spurning, drengurinn er bara alltof góður og hún notfærir sér það óspart. Kannski ómeðvitað.

En semsagt. Núna seinustu daga er hann farinn að haga sér allt öðruvísi í kringum mig. Hann er farinn að segja að hann langi að hætta með henni, farinn að segja við mig “ástin mín”, farinn að vega og meta okkur tvær eins og t.d. “Það er miklu auðveldara að tala við þig en hana” og “Þú ert miklu betri en hún” og svo framvegis. Svo rakkar hann vini mína niður sem ég hitti, og stráka sem mér finnast sætir eins og hann sé dálítið abbó. Hann hefur líka boðið mér út að borða og í bíó án hennar en ég afþakkaði í bæði skiptin.

Þannig að.. hvað er drengurinn að pæla? Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera því að þetta er ekki bara besti vinur minn, heldur kærasti bestu vinkonu minnar í þokkabót. Og ég hef ekki hugmynd um afhverju hann er að gera þetta, en mig grunar að hann sé að hefna sín á henni, hefna sín fyrir framhjáhaldið og allt það. Öll hjálp vel þegin :]
go on just say it.. you need me like a bad habit.