Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta.
Þetta gæti komið út sem eitthvað bull.
Og eg veit nokkurnvegin hvernig svör ég fæ.

Ég kynntist strák þegar eg var 6 ára og við vorum BESTU vinir.
Og svo flutti hann. Til að gera langa sögu stutta þá náðum við almennilegu sambandi aftur í september og töluðum saman. Og við urðum þvílíkt náin, bara ofboðslega góðir vinir og tilfinningarnar þróuðust í eitthvað meira.
Þó ég sé 16 þá veit ég vel að ég var ástfangin. Þið getið reynt að segja að það sé bull, sérstaklega þar sem við erum bara búin að vera saman í 4 mánuði, en ég þekki mínar tilfinningar.
Þetta er fjarlægðarsamband og ég veit ekki hvort það kemur málinu við.

Allavega. Ég held og mér finnst… ég elska hann. En ég held að ég elski hann bara sem vin. Ég held ég vilji ekkert meira, amk ekki núna. Mig langar bara að vera “free” og fá að flörta í friði án þess að hafa í hausnum á mér að ég eigi kærasta. Ég get ekki flörtað þegar ég er á föstu, mer finnst það rangt, en ég bara verð að fá að flörta. Það er svo erfitt að sitja bar aheima og gera kekert þegar hann býr annarstaðar.

Æji, ég veit ekki hvað ég er að tuða.
Mig vantaði bara að koma þessu út.
Það er ekki að ég sé hrifin af einhverjum öðrum, held ég, heldur bara að mér finnst þessi strákur vera vinur minn og ég elska hann sem vin minn.

Ég veit að flestir hugsa bara “hvað er málið, hættu bar ameð honum” en það er ekki eins auðvelt og það hljómar. Í fyrsta lagi hef ég aldrei hætt með neinum áður :$ og í öðru lagi var planið að við myndum vera í borginni fram á sunnudag, fljúga þá heim til hans og svo kæmi ég heim 6.júlí.
Sem þýðir að ég á amk 10 daga eftir með honum.
Ég veit keki hvað ég á að gera, hvernig ég á ða gera það og ég vil alls ekki missa hann eða særa hann því mér þykir svo vænt um hann.

Kannski liður þetta hjá.

Varð bara að koma þessu út.
-Tinna