Í nóvember, fyrra, kynntist ég strák og ég varð eiginlega bara hrifin af honum strax. Hann kynntist mér svo meira og við urðum geðveikt hrifin af hvoru öðru. Hann þekkti mig meira en vinkonur mínar liggur við , hann skildi mig svo vel og las mig alveg eins og opna bók. Ef eitthvað gerðist mátti ég væla og röfla og nöldra í honum og honum fannst það allt í lagi og hjálpaði mér með vandamálin mín. En svo gerðist það í mars að hann hætti að tala við mig því hann var alltaf svo upptekinn. Ég hætti þá bara alveg að tala við hann en fyrir stuttu dreymdi mig hann. Mig dreymdi að hann hefði látið eins og ekkert hafði ískorist og hann væri bara að tala við mig, kyssa mig og eitthvað. Ég saknaði þess soldið og daginn eftir fórum við aftur að tala saman. Þá var hann ábyggilega búinn að missa allan áhugann á mér en ég er ennþá svo ótrúlega hrifin af honum ! ég veit ekkert hvað ég á að gera og mér líður illa. Ég trúi ekki að ég hafi ýtt honum frá mér! Ég hef gert það áður við stráka sem voru hrifnir af mér og ég af þeim. Ég veit ekki hvað er að mér :/ Ég sakna hans svo en hann bara er ógeðslega dauður við mig og eitthvað. En ég vonast eftir einhverjum skoðunum og ég bara varð að létta þessu af mér :) líður aðeins betur núna..