Ég verð bara að fá að tjá mig aðeins um eitt tiltekið málefni.

Ég er nýkomin úr útskriftarferð og ég skemmti mér mjög vel þar með bekkjarfélögum mínum. Sumir þeirra eru á föstu eins og gengur og gerist, 7 af okkur nánar tiltekið. En í þessari ferð voru aðeins 2 af þeim trúir sínum heittelskuðu! Ég veit að talan fimm er ekki mjög há en mér er samt alveg sama! Ég veit að í útskriftarferðum lifir maður lífinu til hins ýtrasta, mikið er drukkið og maður missir sig aðeins en fer svo aftur á jörðina þegar heim er komið. En þetta er alveg hrikalega leiðinlegt að heyra finnst mér.

2 strákar af þessum sem eru á föstu sögðu meira að segja við kærusturnar sínar áður en þeir fóru að þeir myndu örugglega kyssa aðrar stelpur eða meira en þeir vildu samt ekki hætta með kærustunum sínum og þær sættu sig alveg við það.

Ég hef aldrei verið ástfangin þannig að ég get kannski ekki dæmt um þetta en ég tel samt að sjálfsvirðing manns er miklu meira virði en þetta, að halda áfram að vera með kærastanum þegar hann segir eitthvað svona við mann.

Eftir þessa ferð liggur við að ég vilji miklu meira vera á lausu heldur en eiga á hættu að eiga kærasta sem getur ekki verið mér trúr í tvær vikur. Ég er alls ekki að alhæfa :) Það væri líka bara týpískt ég að lenda í þannig strák! En ég er komin á villigötur, farin að tala um sjálfa mig :P

Ég vil vita, hvert er álit ykkar á þessu?
Ég finn til, þess vegna er ég