Ég var að hugsa.. Sjálfur er ég oft alveg asnalega rómantískur…en ef að þið vitið það ekki, þá er það frekar óheppilegt þegar maður er ekki á föstu.

Jú, því að í mínu tilfelli virðist það ekki alveg vera að virka….maður fær oftast “krútt” stimpilinn..sem, eins og allir vita, karlmenn hata meira en að láta vaxa á sér endaþarminn.

Svo spyr ég ykkur drengina, hefur einhver hérna lent í þessu? Því að ég veit fyrir víst að það er ekki fræðilegur möguleiki á því að ég sé einn um þetta.

Og svo stelpur..sem eru alltaf að væla yfir því að ná aldrei í góðann gaur og eru fúlar yfir tilfinningalausu plebbunum……Hvað ég andskotanum hafið þið ykkur til varnar gagnavart okkur “KRÚTTUNUM”?



Annars..fæ ég bólur á tunguna af appelsínudrykkju..þannig ég er farinn að fá mér kók.