Jæja…fyrst þessir “ég sakna þín” korkar eru svona vinsælir ætla ég sko að slá öllu við :D

Jæja, þannig er mál með vexti að ég er í vaktavinnu en kærasti minn ekki….hann fer að vinna klukkan hálf átta og er til sex….ég fer að vinna klukkan fjögur og er til tólf á kvöldin…..ég sé hann ekki neitt allan daginn…nema þegar ég er á morgunvakt….ég vinn líka aðra hverja helgi….Ég sakna hans allan daginn (þ.e.a.s. þegar ég er á kvöldvakt…)
Ég verð að vinna allar helgar þegar eitthvað er að gerast….

HaHa okei…þetta var nú meira svona kaldhæðni þó svo að þetta sé satt :)

Hérna er eitt vandamál…

Ég átti eitt sinn æðislegan kærasta….vá, ég elskaði hann meira en allt í heiminum, og auðvitað elska ég hann ennþá :)
Hann kom fyrst á hverjum einasta degi að heimsækja mig og lífið var mjög gott.
Svo hætti hann í þessari vinnu sem hann var í….eftir að við vorum búin að vera saman í svona hálft ár eða eitthvað.
Þá kom hann aðeins sjaldnar….en samt ekkert rosalega sjaldan….og ég var oftast heima hjá honum um helgar :)
Hann hætti í þeirri vinnu og fór að vinna við svona vinnu þar sem þú ert að vinna eitthvað verkefni þangað til að það er búið…þá fór ég að hitta hann svona einu sinni í viku…og um helgar sá ég hann kannski í 8-12 tíma yfir alla helgina…..og svona var það bara.
Við ákváðum því, vegna þess að okkur þótti þetta svo leiðinlegt að hittast svona lítið, að kaupa okkur íbúð og byrja að búa.
Við fundum íbúðina…mjög fín íbúð.
Ég var alveg yfir mig ástfangin….ég elskaði allt við hann….eða…næstum.
Það var eitt sem ég þoldi ekki! Hann snéri alltaf baki í mig þegar við fórum að sofa….alltaf.
Einn þriðjudaginn, eftir verslunarmannahelgina 2005….þriðjudagurinn 2 ágúst :)
Þá, í fyrsta skiptið hélt hann utan um mig…alla nóttina….ég hélt fyrst að mig væri að dreyma….og ég hugasði með mér…“á ég von á þessu oftar?”
Viti menn, svo varð ekki….sunnudaginn 7 ágúst var hann kominn inn á gjörgæslu (ég sá hann ekkert á milli vegna þess að hann var alltaf vinnandi)
(Fyndið….hann átti að skrifa undir íbúðarkaupin á föstudeginum en seinkaði því vegna þess að hann komst ekki úr vinnunni….)

Ég bjóst ekki við því á þessum þriðjudegi að ég myndi aldrei geta heyrt hann tala aftur, heyrt hann segja “góða nótt ástin mín”…eða “ég elska þig, kem í vikunni um leið og ég hef tíma, elska þig..Bæjj” :'( …..ég meira að segja bjóst við honum í kvöldmat á sunnudeginum….ég ætlaði að elda handa honum pasta….

Hann var dáinn mánuði seinna….ég sat hjá honum…og hélt svo fast í hendina á honum, ætlaði ekki að sleppa takinu…aldrei.
Og núna eru komnir 9 mánuðir…..
Við vorum búin að vera saman í næstum…uhm…eitt og hálft ár eða svo.

Það er erfitt að horfa á eftir fyrstu og einu ástinni sinni í gröfina…..
Það er vandamál…..ekki beint stórt….en það er sárt og svíðandi vandamál sem þú losnar aldrei við….
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"