Jæja. Ég er í ökuskóla 2 og með mér í honum er strákur sem mér finnst soldið sætur :P Málið er að síðasti tíminn er á morgun og allann tímann hefur mig langað að tala við hann eða eitthvað svoleiðis, við höfum talað saman en ekki mikið.. Kannski nokkrar setningar bara.

Er það asnalegt ef stelpa biður um númerið hjá strák? Og hvað á maður að segja?

Bara “heirðu.. má ég fá númerið hjá þér? Mér finnst þú soldið sætur” :$ og roðna ýkt mikið.

Eða segja “hérna.. áttu síma” og síðan “má ég fá númerið þitt?” - Sem mér finnst soldið asnalegt því ég veit að hann á síma (og hver á ekki síma?)

Einhver ráð, plís! Síðasta tækifærið á morgun! :P