Ég er svona að spæla…..hvað myndu þið gera ef þið vissuð af vini ykkar í sambandi þar sem hann væri eiginlega alveg rosalega óánægður en vill/þorir samt ekki að hætta í því?

Segjum sem svo að einn vinur minn er í sambandi, kærastan hans hljómar svolítið klikkuð….
Hann var hrifinn af stelpu og kærastan hans bannar honum að hitta hana afþví að HÚN gæti stolið HONUM…..

Ef hún hefði verið hrifin af honum hefðu þau væntanlega verið saman áður en þessi stelpa kom til sögunnar…..en hún bara vill ekki meðtaka það að kærasti hennar var hrifinn af þessari stelpu…..

Ég er næstum því viss um að hann vill út…..hann talar þannig…..en gerir samt ekkert í því…Gæti trúað því að það væri hræðslan við það að verða einn…. :/
Einhver leið til þess að hjálpa honum?
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"