Hrifning og ást


Af hverju langar mig í það sem ég fæ ekki? Í það sem er mikið erfiðara að fá?
Langoftast er einhver annar sem sýnir áhuga sem þú getur fengið, einhver sem allt væri mikið auðveldara með, allt án svona mikilla vandræða. En þú heldur að þú verðir ekki jafn ánægð með honum. Svo að þú velur erfiðari leiðina.

Erfiðari leiðin veldur þér áhyggjum en gleði um leið. Mér finnst ég vera að gera rétt gagnvart tilfinningunum, en hugsanirnar segja mér að fara frekar auðveldari leiðina.

Bara ef þetta væri svo auðvelt að tilfinningarnar og hugsanirnar myndu vísa í sömu átt. Það væri allt miklu auðveldara.

Lang oftast læt ég tilfinningarnar þó ráða, en það er ekkert alltaf auðvellt. Ég veit í raun ekkert alltaf hvað ég vil, sama þó að ég telji mig vita það.

Af hverju er þetta ekki mikið auðveldara? Eitthvað sem minni tími færi í að hafa áhyggjur af ..og meiri tími í að njóta.

Bara ef allt benti í sömu átt, að sömu manneskjunni. Einhverjum sem væri ekki það langt í burtu, einhvern sem þú getur fengið. Einhvern sem vill þig.

Af hverju er þetta ekki eins auðvellt og þegar þú varst lítil. Gekkst bara upp að þeim sem þér leist vel á og sagðir honum það. “Hæ ég heiti Rósa, má ég vera vinkona þín?”

Þessir endalausu hringir fara alveg með mig ..með alla mína orku og allan viljann. Þú ákveður að það sé bara betra að vera ein, áhyggjulaus. Kannski einmana en tilfinningarnar halda sér saman í nokkrar vikur án þess að vera brottnar niður af einhverjum, af einhverjum sem þú taldir þig elska, sem þú taldir elska þig.

Bara ef?

Ég gæti haldið endalaust áfram í “bara”

Bara ef ég hefði endalausan tíma, einhver tími verður að fara í flækjurnar.





Þið afsakið vonandi. Ég þurfti nauðsynlega að koma þessu frá mér, sama þótt að ég sé ekki alveg viss hvað það er, hálfgerð útrás kannski..