Ég er með smá vandamál sem ég þarf að leysa fljótlega, og ég veit ekkert hvað ég á að gera, eða hvort ég get það sem ég ákveð að gera.

Allavega: Ég er búin að vera í sambandi við strák í ár núna. Hann er fyrsta alvöru sambandið mitt og ég elska hann ótrúlega mikið. Ég er orðin ótrúlega háð honum, reiði mig alltaf á að hitta hann, slappa af með honum og að hann hjálpi mér.
Hann elskar mig líka og sambandið gengur bara vel EN næsta haust er ég að fara til útlanda og búa þar í eitt ár.

Áður en ég flyt burt förum við saman að vinna í allt sumar á mjög afskektum stað, þar sem hann þekkir engan annan en mig og ég býst við að ég verði bara í enn meira veseni eftir það, því hvernig á ég að geta farið frá stráki sem ég elska og hef búið með í eitt sumar og hitt á hverjum degi í heilt ár? Og ef ég hætti ekki með honum, verður þetta ekki bara enn verra fyrir okkur bæði?

Ég veit ekki hvað gerist þegar ég flyt heim aftur, við ætlum að hittast og bara sjá til…

Ég veit ekki hvort við ættum að slíta sambandinu eða ekki og hvort við ættum að halda áfram að heyra í hvort öðrum (MSN, sms og bréf)

ÉG er líka svolítið hrædd um að þetta eyðileggi dvölina mína í útlöndum, því hún á jú að vera skemmtileg og ef ég hugsa bara um hann get ég varla notið hennar mikið. Samt er það ekki inn í myndini að hætta við að fara, ég get það ekki

Æ, þetta varð svolítið ruglingslegt hjá mér, en ef þið skilduð þetta getiði sagt hvað þið mynduð gera?