ég bara verð að koma þessu frá mér…
ég hitti stelpu í gegnum netið… við töluðum frekar mikið saman og urðum soldið góðir vinir og svona (höfðu hist áður). svo komst ég að því að hún væri hrifin af mér og öfugt. við töluðum mjög mikið saman og allt það og vissum frekar mikið um hvort annað (meira en ég veit um nokkra vini mína sem ég er búinn að þekkja í eithver ár).
svo hittumst við fyrir svolitlu síðan og töluðum soldið saman, fórum í bíó og svona, svo kisstumst við áður en hún þurfti að fara. án efa ein besta stund í lífi mínu! mér leið ekkert smá vel þá og ég fór glaður heim. svo daginn eftir þá töluðum við smá saman og allt í fína. svo fór ég í afmæli og þegar ég var í afmæli vorum við að smsast smá og þá spurði hún hvort að við gætum bara “verið góðir vinir”. mér leið ekkert smá illa og hafði ekki hugmynd um hvað ég átti að segja við hana, svo smsuðumst við smá meira og svona.
mér leið frekar mikið illa og ég svaraði henni frekar leiðinlega, bara veit ekki afheverju, það var alls ekki ætlunin! daginn eftir þá leið mér verr heldur en áður. ég fór smá á msn og svo kom hún inná, og ég sagði að ég sæi mikið eftir því að hafa svarað henni svona leiðinlega og allt það.
ég er ekkert búinn að tala almennilega við hana, allavega ekkert búinn að tala við hana einsog áður. hún sagði síðan fyrir stuttu að ég hafi breyst soldið, að mínu mati er hún búin að breytast soldið líka, en það er öruglega bara ég.
þetta er yndisleg stelpa og falleg og mjöög skemmtileg, og ég elska hana enþá :/
ég bara varð að koma þessu frá mér…
takk

og ef þú lest þetta… þá, ekki láta þér líða illa, gerðu það. þetta er ekki þér að kenna eða neitt svoleiðis!