Okey ég er búin að vera með gaur frá því í febrúar a síðasta ári. Reyndar ekki yfir síðasta sumar en allt þar á milli. Hann er að vinna útá landi á sumrin og ég er ekki að meika þetta. Við ákváðum í sameinngu að slíta sambandinu yfir sumarið en þetta var ekki allveg komið á hreint. Ég elska hann meira en allt.

Málið er að hann fór í gær og e´g er ekk búin að hugsa um annað en hann síðan að hann fór. Hann hrindgi í gærkvöldi og mér fannst geðveikt gott að heyra í honum. Á venjulegum degi þá erum við saman svona 18 klst á sólahring en það kom oft fyrir að við vorum bara saman allan dagin og marga daga í röð.

Allavegana þá var hann geðveikt góður í símann og þetta var bara eins og við værum saman og við ættlum að hittast um helgina þegar hann kemur í bæinn í síðasta skipti yfir sumarið. Allavegana þá vorum við eitthvað að tala og nég sagði að það væri eins gott að hann hitti mig og eitthvað og hann sagði…ég þarf þess ekkert við erum ekki lengur saman…en þetta var samt sagt svona soldið í gríni…en semsagt við erum hætt saman og mér liður ömurlega…þarf geðveikt litið til að ég bresti í grát.

EN eitt er þó bjart að við tölum bæði eins og við séum að fara að byrja ftur saman í haust þegar hann kemur heim. Ég elska hann svoooo mikið og ég myndi ekki meika það að við birjuðum ekki saman og hann fengi sér nýja…svo er annað…mér langar svo að hringja í hann en það er ekkert síma samband og hann er að vinna allan daginn…get hirngt í heimasíman þar sem hann býr en ég veit ekki hvort ég eigi að gera það bæði því að hann er bókað ekki inni og svo erum við náttla ekki saman og…æjj eg veit ekki… Ég sakna hans bara svo mikið…
Úff…veit ekki, spái ekki, skil ekki…er það svar??