Ahh.. Mér líður svo yyyyndislega!! =) Loksins loksins.. fann ég minn eina rétta.

Þannig er nú mál með vexti að það voru tónleikar í heimabæ mínum og ég og vinkona mín ákváðum að skella okkur. Við höfðum aldrei heyrt um þessa hljómsveit en ákváðum samt að fara.

Við komum þarna og það eru voðalega fáir í salnum. Sem var kannski ekkert skrítið þar sem þetta var mjög illa auglýst. Við settumst bara niður og höfðum það kósí og mér leist svo sannarlega vel á þessa hljómsveit. Seinna komst í ljós að þessi hljómsveit var færeysk!

Hljómsveitin tók sér smá pásu og tveir af hljómsveitarmeðlimunum, trommarinn og gítarleikarinn, settust hjá mér og vinkonu minni. Mér leist rosalega vel á gítarleikarann, rosalega sætur og mjög skemmtilegur.. gaman að tala um hann.

Það voru tveir Pólverjar í salnum og ég sé að einn af þeim stendur upp og labbar að borðinu okkar. Ég fann það á mér að hann var að fara að segja eitthvað við mig en ég vonaði svo mikið að hann færi bara að tala við vinkonu mína því ég nennti ekki að standa í einhverjum Pólverjum.. en neeeeiii, hann kemur að mér og segir “Do you want to dance?”. Ég svara eins kurteisislega og ég gat og sagði “No, thank you.” Mér var farið að líða svolítið vandræðalega og ég held að vinkona mín og færeysku strákarnir hafa tekið eftir því. Pólverjinn gefst ekki upp og spyr “Why not?”. Ég svara og reyni áfram að vera kurteis: “I'm not in the mood for dancing, but thanks anyway”. Pólverjinn hætti ekki og spyr “Why not? I don't understand!”.. Þarna var ég orðin frekar pirruð en þá heyri ég færeyska gítarleikarann segja: “Could you leave her alone? She's my girlfriend.” Pólverjinn baðst afsökunar og sest aftur við borðið sitt.

Mér fannst þetta rosalega krúttlegt og ég þakkaði sæta gítarleikaranum mjög oft fyrir mig. Þetta voru frábærir tónleikar. Þegar við vorum að fara heim, ég og vinkona mín, erum bara að labba útum dyrnar, hleypur sæti gítarleikarinn til mín og biður um að fá að skiptast á e-mailum, því hann vildi fá að kynnast mér betur. Mér fannst það sjálfsagt mál og lét hann fá e-mailið mitt og ég fékk hans.

–Það er langt síðan þetta skeði og ég hef oft farið að hitta hann. Svolítið að fyndið að segja frá því, en hann vill endilega fá mig til að koma með sér aftur til Færeyja og giftast mér. Ég get það reyndar ekki sökum aldurs. Er aðeins að verða 17 ára.. En samt sem áður.. mjög krúttlegt af honum..Hann fer aftur til Færeyja núna á föstudaginn og þykir mér það mjög leitt vegna þess að ég mun sakna hans mikið.

Ég og önnur vinkona mín höfum ákveðið að kíkja til Færeyja og hitta hann.

En ég er í vafa. Mig langar rosalega að búa hjá honum í Færeyjum. Á ég að vera eftir hjá honum eða ekki?… Ég veit ekkert hvað ég á að gera.

Ég er mikill Íslendingur í mér og ég elska Ísland. En mér þykir mjög vænt um strákinn og vil vera hjá honum.. En ef ég færi þá á ég eftir að sakna vina minna og fjölskyldu rosalega mikið.

Hvað á ég að gera?

Fyrirfram þökk!

sleikjo =)