Það er eitthvað virkilega að mér. Ég er svo ótrúlega sambands-fælin að það hálfa væri nóg. Alltaf þegar málin fara að þróast of hratt eða of langt þá er ég hlaupin í burtu og ég ræð ekkert við mig.

Þekki strák sem er svo yndislegur og góður og skemmtilegur og bara.. úff. Ég veit að hann er hrifinn af mér en málið er að.. Ég veit að ef ég myndi leyfa sjálfri mér að verða hrifin af honum þá myndum við enda saman og það hræðir mig alltof mikið. Ég horfi á bestu vinkonu mína og kærastann hennar leiðast í Kringlunni og hann þarf stanslaust að vera með hendurnar á henni og þau eru alltaf saman, og alltaf utan í hvort öðru og ég er svo ótrúlega bara.. fegin að vera ekki í svona sambandi.

En mér finnst svo ótrúlega leiðinlegt að vera að særa þennan frábæra strák og ég bara veit ekkert hvað ég á að gera. Við nefnilega erum vinir, en ekki það góðir vinir að ég geti farið á trúnó með honum og sagt honum allt þetta, en samt nógu góðir vinir til þess að mér líður ömurlega þegar við hittumst og hann fer að halda utan um mig og fikta í hárinu á mér og svo framvegis. Mér líður eins og algjörri tík, bókstaflega.

Einhver ráð, anyone?