Rakst á þetta á netinu og það rifjaðist þó nokkuð mikið upp. Þetta mun vera úr Lion King myndinni og til að fara nánar í þetta þá er þetta lagið “Can you feel the love tonight”. Ótrúlega fallegt lag og líka falleg sjón sem laginu fylgir. Ætli það sé ekki best að linka það á bæði íslensku og ensku útgáfuna en persónulega finnst mér íslenska útgáfan mikið fallegri, kannski bara eitthvað aðeins persónulegra að heyra tungumálið sitt í þessu lagi.

Íslenska: http://www.youtube.com/watch?v=dLVXQX2mql0

Enska: http://www.youtube.com/watch?v=8WBSQeJMtzg

Auðvitað er þetta erlent niðurhal, en varla það mikið að það ætti að telja. Fannst rétt að minnast á það svo að fólk hafi það bara í huga.