Ah, ég verð bara að deila þessu með ykkur. Ég hef sent inn kork hérna um það að ég hef átt í vandræðum með að treysta fólki og kærasta mínum!
Svo í gær ákvað ég bara að ég nennti þessu ekki! Vera alltaf með áhyggjur, afhverju sagði hann þetta? Er hann ekki lengur hrifinn af mér? Vá hvað ég er pirrandi! Og fl. svona! Svo ég sagði við kærasta minn, byrjaði á því að grenja! :/
Opnaðist alveg fyrir táraflóðið! Enda búin að vera líða illu yfir þessu rosalega lengi!
Svo ég sagði við hann hvernig mér liði og að stór partur af vandræðunum okkar var sá að ég get aldrei opnað mig alveg! Alltaf í vörn og alltaf að búast við því versta!
Og það sem að hann sagði við mig og hvernig hann lét var bara fullkomið, hann hefði ekki getað brugðist betur við! Var alveg rólegur segjandi að ég væri algjör kjáni og honum dytti ekki í hug að hætta með mér!

En svona er þetta.. Maður getur verið algjör kjáni, þessvegna er gott að læra af mistökum:)