Jæja, ættlaði bara svona tékka á áliti fólks hérna á svona stöðu (vill taka fram að það sem hér kemur fram er ekki með öllu satt, heldur að hluta til skáldað til að skapa heilstæðari aðstæður til auðvelda lesendum að mynda skoðun sína):

Strákur sem er búinn að vera góður félagi minn í rúmt ár fór sem skiptinemi fyrir þennan vetur.
Hann var þá búinn að vera með stelpu í nokkra mánuði, en þau hættu saman fyrir hálvu ári eða svo, s.s. stuttu eftir að hann fór út.
Við fórum að spjalla eitthvað saman á msn um daginn, skiptumst á símanúmerum og svona og ákváðum að hittast einhvertíman við tækifæri, svona í ljósi þess að við virtumst bæði vera að leita okkur að einhverjum af andstæðu kyni til að eyða tíma okkar með og er þetta stelpa sem ég gæti alveg hugsað mér að vera með.

spurningin er þá þessi:
Hvert er ykkar álit á því sem ég er að gera og hvernig væri best að segja félaga mínum frá þessu?