Já.. ég er hrifinn af einni stelpu en ég veit ekki hvort það sé gagnkvæmt. Við erum nokkuð góðir vinir. En vandamálið er að ég er ófær um að opna mig tilfinningalega. Ég óttast t.d að ég segji henni hvernig mér líður og hún hlægji að mér eða segist vera með einhverjum öðrum. Sem er ömurlegt því mér líka virkilega vel við hana. En ætli ég sé ekki bara það hræddur við höfnun að ég reyni ekki einu sinni.

Svo er það líka að ég held að hún haldi að ég sé einhver annar en ég er. Flestir virðast dæma mig áður en þeir kynnast mér og það er óþolandi.

En ég held samt að ég ætti að geta redda því. Það er samt eins og ég geti aldrei talað við hana almennilega því við erum oftast í hóp. Einu sinni var ég samt að labba með henni heim til hennar en ég sagði ekkert að viti, líklegast út af feimni.

Stundum sakna ég hennar svo mikið að ég finn fyrir tómleika.

Er eitthvað hægt að gera í þessu?
Let me in, I’ll bury the pain