Jæja ég er ekki alveg viss hvort þetta sé ekta svona vandamál fyrir hugi/rómatík, en þar sem er ekki til svona “almennilegheit” á huga eða bara allt og ekkert þá finnst mér líklegast að þetta passi hér inní.

Okay “vandamálið” mitt er mjög flókið en samt ekki. Allavegana ég er í mjög alvarlegu sambandi, við höfum verið í saman í hátt eitt og hálft ár. Við vorum svona on and off par en það hætti fyrir meira en ári. Svo flutti hann í burtu fyrir 4-5 mánuðum, og ég þurfti að klára skólann minn hér og svo er ég að fara flytja núna 1.júní. Loksins segji ég nú bara. En ég átti upprunalega alltaf að flytja til föður míns en þar sem hann seldi húsið sitt hér á íslandi og flutti til Ítalíu get ég ekki verið hjá honum. Flestar ömmur og afar eiga heima í of litlum íbúðum og svona, og engir ættingjar sem geta tekið við mér. Ég átti að flytja um áramótin, það ætlaði ég að gera fyrst. Og kærastinn minn vildi fá mig svo mikið til sín að hann ætlaði að hætta í skóla til að geta séð um mig, þá ákvað ég að bíða með það og klára skólann hér. En nú er ég að flytja, og ég þarf mjög líklegast að leigja stúdíóíbúð eða herbergi. Þar sem mér finnst mjög óþægilegt að gista heima hjá ókunnugum vil ég ekki leigja herbergi. Þannig ég er að skoða stúdíóíbúðir, nú er stóra vandamálið komið upp. Ég hélt alltaf að ég og kærastinn minn myndum búa saman en nú býr hann enn heima og vill ekki flytja þaðan því það er svo dýrt að leigja. Foreldrarnir mínir neita að borga leiguna fyrir okkur bæði, þau vilja ekki vera borga eitthvað ef hann gerir ekkert og ég er eina sem vinn. Mamma sagði mér þetta um daginn og ég veit ekki hvað ég á að segja við kærastann, á ég að segja honum að ég geti ekki flutt því þau vilja ekki vera leigja eitthverja íbúð fyrir mig ef hann hjálpar ekkert til. Ég hef sagt honum þetta en hann segir alltaf ,,já þetta reddast“. Þið spáið örugglega núna ,,afhverju flytur hún ekki til hans” já það er ekki hægt, alltof lítil íbúð og já ég “passa” ekki alveg þarna inní.

Til að gera stóra sögu stutta þá veit ég bara EKKERT hvað ég á að gera, og það eru bara 30 og eitthvað dagar í að ég flyt og ég er farin að hafa stórar áhyggjur af þessu. Missa svefn jafnvel, bara ef eitthver þarna úti getur hjálpað mér. Þá bara plís hjálp, gefið mér ráð. Ég er algjörlega lost í augnablikinu.

Með fyrirfram þökkum.
“To the world you may be one person, but to one person you may be the world.”