Hmm… Ég var fífl. Það er svolítið vandamál þegar maður er fífl í sambandi.

Ég hélt svona eiginlega framhjá. Ég braut traustið sem manneskjan hafði gefið mér. Þetta er eitthvað sem ég vildi óska að hefði aldrei gerst…

Það er mikil saga á bakvið þetta, en í stuttu máli sagt bað ég vinkonu mína um að kyssa mig og hún neitaði og ekkert meira gerðist. Treystið mér, þetta hljómar kannske ekki mikið en þetta var mikið meira en þetta hljómar. Stúlkan sem ég var í sambandi við á allan rétt á að vera sár útí mig. Ég veit það.

Málið er, að ég vil fyrir alla muni sýna henni að ég muni aldrei gera neitt með annarri stelpu en henni, að ég elski hana og muni ekki misnota það ef henni tekst að treysta mér aftur. Ég hef auðvitað sagt henni það, en ég þarf að fá hana til að trúa mér. Til að treysta mér aftur. Bara það að ég nefni við hana hvað mikið ég sé eftir þessu og hve mikið mig langar að vera bara með henni og engri annarri, og fleira sem er oft langt til að telja upp, virkar ekki. Enda eru það bara orð, hví ætti hún að treysta mér aftur þó ég segi henni að hún geti treyst mér?

Ég vil sýna henni fram á að hún geti treyst mér. Næst þegar ég tala við hana eða hitti hana vil ég geta sýnt henni eitthvað sem fær hana til að trúa að ég vilji bara vera með henni og engri annarri. Því það er sannleikurinn, ég lofa ykkur hugurum því af öllu mínu hjarta.

Ég býst svosum ekki við svörum, en ég vil allavega reyna að spyrja. Það getur varla sakað. Því mig virkilega langar að fá hana til að trúa að ég sé að segja henni sannleikann þegar ég segi henni að ég vilji ekki vera með neinni annarri stelpu en henni. Það er engin lygi, svo við fáum það endanlega á hreint.

Ég veit að ég var fífl með því að bregðast henni svona, bregðast traustinu, en ég vil gera hvað sem er til að sýna fyrir henni að ég vil ekki gera neitt með neinni stelpu nema henni.

Ég hef örugglega endurtekið mig þúsund sinnum í þessum þræði, en það er aukaatriði.

Svarið ef þið haldið að þið hafið svör =)