Þar sem þessi korkur er bara um rómantík almennt langar mig að segja aðeins frá því hvernig mér líður.

Ég er ástfanginn upp fyrir haus og er svo heppinn að fá að vera með stelpunni sem ég elska.
Þegar ég sé þessa manneskju fæ ég fiðring niður allt bakið, ég myndi treysta þessari manneskju fyrir lífi mínu og ég myndi líka deyja fyrir þessa manneskju.

Ég skildi ekki þegar fólk var að tala um að fá fiðring í magann þegar maður er ástfanginn en eftir að ég kynntist þessari manneskju hef ég ekki losnað við þennan fiðring og það er yndisleg tilfinning.
Ég þakka fyrir það á hverjum degi að hafa þessa manneskju við hlið mér og ég veit ekki hvar ég væri án hennar, ég elska hana svo heitt.

Ég vona að einhver hafi nennt að lesa þetta , ég bara varð að fá smá útrás fyrir þessa sterku tilfinningu.

Kv. Klassi