Hvernig fær maður manneskjuna sem maður elskar til að koma á móti manni með hlutina þegar orðin mín eru ekki nóg?…Hvernig fær maður lokaða manneskju til að opna sig og segja frá þegar það sem ég segi til að fá hana til að tjá sig gerir ekkert til?
Ég ætti nú sjálfsagt ekkert að þurfa að spurja að þessu, ég er búin að vera með honum í 2 ár og 8 mánuði og við búum saman. Þetta kemur alltaf en mér þætti bara fróðlegt að fá að vita hvort einhverjir fróðir hér þekki til svona og kunni ráð við svona.
Ég skal taka smá hlutlaust dæmi bara: við verðum ósátt, samt ekkert mjög. Ég kannski sár og fer að tala í góðu um það sem er að angra mig. Hann segir voða lítið en reynir að vera góður en lítur held ég á þetta sem svolitla árás og hann verður pínu sár og vill þar af leiðandi ekki tala mikið en sýnir samt ekki að hann sé sár. Í framhaldi af því verð ég kannski enn sárari því hann vill ekki ræða málin. Það er stundum sama hvað ég segi til að fá hann til að tala, ekkert virkar. Þetta gerist nú ekki oft en í þessu fáu skipti sem það gerist þá þætti mér gott að vera búin að komast aðeins nær því að skilja þetta. Ég skil hann svosem alveg, það er rosalega gott að geta lokað bara, en það er bara ekki mikið hægt í sambandi.

Kannast einhver við þetta?:)