fyrrverandi kærastinn minn er ógeðslega leiðinlegur við..ég má aldrei spyrja að neinu eða segja neitt þá er alltaf sett út á það..hann talar ekki við mig..
Vinahópurinn var í afmæli um daginn og hann var þarna líka þar sem að hann er í þessum vinahóp..hann yrti ekki á mig, hann talaði ekkert við mig, hann sagði ekki einu sinni hæ við mig eða bara ekki neitt… mér leið ógeðslega illa í afmælinu..fór meira segja að gráta þegar vinkona mín spurði mig hvað væri að….ég þori ekki að gera neitt í kringum hann því að ég er hrædd um að hann seti út á það…ég brosti ekki neitt í afmæli þegar hann var, en þegar hann fór þá loksin byrjaði ég að brosa og hlægja eins og allir þekkja mig…
vinkona mín spurði hann af hverju hann talaði aldrei við mig og svona og hann sagði að ég hefði breyst eftir að við hættum saman, ég spyr bara hvernig getur hann vitað það..ég var veikí 2 vikur eftir að við hættum sama og svo hefur hann ekkert talað við mig…
ég þurfti bara að koma þessu frá mér..kannski líka það að fá önnur komment á þetta en frá vinum mínum..þau kannski sjá þetta örðuvísi en fólk sem ég þekki ekki…