Hæhæ
Það er mál með vexti, að ég og kærastinn minn erum búin að vera saman í 2 ár, gengur upp og ofan eins og gengur og gerist.
Það er eitt vandamál, ég virðist alltaf vera sett í einhvað aukasæti, við búum ekki í sama bæjarfélagi.
Mér finnst það alltaf vera bara “já hún *bíb* getur bara beðið”. Ef ég bið hann um að láta mig vita að einhverju, tékka á einhverju fyrir mig, þá virðist það ALLTAF vera gleymt, fæ ekki að vita svarið fyrr en ég þarf að hringja og fiska eftir því, t.d í sambandi við að ég ætlaði að koma til hans í dag, var lítið með honum um helgina og við höfum valla heyrt í hvor öðru alla þessa viku.

Ég bað hann um að tékka hvort það væri möguleiki að ég gæti komið, hvort hann gæti sleppt því að vinna í húsinu í nokkra tíma til þess að geta fengið mig í heimsókn, þar sem ég er að vinna alla næstu helgi og hef engan tíma til þess að vera með honum þá. Ég bað hann um að láta mig vita fljótlega eftir að hann var búin í skólanum, hann var ekki búin að hringja fyrir stuttu svo ég hringdi í hann, þá var minn maður bara komin uppí hús, ekkert verið að láta mann vita, ALLTAF þarf ég að fiska eftir öllu, ég virðist alltaf bara vera gleymd.
Ég varð sár, og finnst þetta leiðinleg framkoma, þá fór hann að afsaka sig einhvað að hann þyrfti að gera einhver heimadæmi fyrir skólann? Og só? hann gat alveg þá látið mig vita af því? Alltaf fundið fáranlegustu afsakanir í heimi til þess að hitta mig ekki á virkum dögum! :(

Og já.. oftar en einu sinni hefur hann sagt við mig að hann ætli að kíkja á einhverjum x vikudegi í vikunni, svo þegar kemur að vikudeginum og ég búin að hlakka rosalega til þess að hitta hann, fæ ég það bara að hann komist ekki, eða nenni ekki eða einhvað því umlíkt..

Svo þegar ég “röfla” í honum í sambandi við þetta fæ ég bara í smjéttið að ég sé síröflandi yfir sama hlutnum.. er það ekkert skrítið? marg oft búin að segja við hann að ég hætti því ekki fyrren þetta breytist..
Svo alltaf segir hann “já oki ég breyti mér ég lofa” enn aldrei er það gert, og ég er farin að hallast á að hann geri það BARA til þess að losna við þetta nöldur í mér..

Er ég kannski bara svona blind?? Er hann bara ekkert það hrifin af mér?? :S

Enn hina dagana sem við erum saman er hann algjört yndi, vill allt fyrir mig gera og ég gæti ekki verið heppnari með strák.. fyrir utan þennan galla, sem mér finnst bara frekar óþægilegur og lætur mér líða virkilega illa og eins og ég sé honum bara einskins virði. :(

Er ég kannski bara að gera úlfalda úr mýflugu? eða er ég bara algjör frekja..?